Fernando Munoz Berna er kólumbískur bloggari sem bjó í Kína í meira en 20 ár. Snemma á síðasta ári hófu hann og Berna, konan hans, ferðalag í Kína með því að keyra um að rafbíl sem framleiddur er í Kína og tóku einnig með sér kerru.
„Eins og er þá erum við í Xi'an og það er mjög auðvelt að finna hleðslustöðvar og skiptistöðvar. Það er satt að ég mun hafa smá áhyggjur þegar við förum meira út á land en ég trúi því að á næsta ári eða innan tveggja ára, hvort sem við förum í eyðimörkina í Xinjiang eða fjalllendi Yunann[1] , þá verður allt mjög létt."
Í meira en ár hafa Fernando og eiginkona hans ferðast um hálft Kína. „Ég ætla að klippa myndefni af ferð minni í heimildarmynd sem verður gefin út á þjóðhátíðardegi Kína árið 2024. Það er gjöf mín til Kína," segir hann.