Atlas-silkið er sérstakt handverk frá Xinjiang í Kína og hefur fleiri þúsund ára sögu. Vefnaðar- og litunaraðferðir þess eru skráðar í þjóðlegum óefnislegum menningararfi. Á undanförnum árum hefur borgin Hetian stöðugt verið að því að þróa Atlas-silkiiðnaðinn. Borgin Hetian sameinar silkiiðnaðinn og menningartengda ferðaþjónustu og hefur myndað heildarkeðju af Atlas-silki í vefnaðarvöru, fatahönnun, saumskap og sölu í alls kyns verslunum. Í gegnum þessa keðju hefur Atlas-silkiiðnaðurinn staðið fyrir árlegri framleiðslu upp á 436.800 stykkjum af silki og eru vörurnar seldar bæði í Kína og erlendis.