Þorpið Liangjiahe var einu sinni fámennt fjallaþorp í Yanchuan-sýslu í borginni Yan‘an í Shanxi-héraði. Það var líka staðurinn þar sem Xi Jinping forseti Kína starfaði og bjó í sjö ár. Í aðdraganda vorhátíðarinnar 2015 sneri Xi Jinping aftur til Liangjiahe til að heimsækja þorpsbúa og lagði áherslu á að auka fjárfestingu og styðja við heimamenn svo þeir geti lifað hamingjusömu lífi. Nú á dögunum hafa þorpsbúar hér ekki aðeins gróðursett eplatré og sett upp ferðaþjónustufyrirtæki, heldur hafa þeir líka flutt í nýjar byggingar og verður líf þeirra sífellt farsælla.