Xu Xianying fæddist í litlu þorpi við Gansu-eyðimörkina í norðvesturhluta Kína. Þegar hann var ungur fylgdi hann í fótspor föður síns að berjast gegn eyðimerkurmyndun af mannavöldum. Þeir fóru um eyðimörkina með jarðýtu og gróðursettu plöntur með skóflum og höndum. Þetta veitti honum innblástur um að dreyma um að berjast gegn eyðimerkurmyndun. Eftir að hafa útskrifast úr háskóla ákvað Xu að snúa aftur til heimabæjar síns til að vinna gegn sandinum. Hann stýrði liði sínu sem rannsakaði sandinn með sjálfstæðum hætti. Teymið framleiddi litlar vélar sem gróðursettu fræ og fékk liðið meðal annars hugverkarétt á búnaðinum. Seinna meir var búnaðurinn notaður á stórum eyðimerkursvæðum.
Í upphafi 21. aldar varð alvarleg eyðimerkurmyndun á alpagraslendinu við Maqu-sýslu sunnan Gannan Tíbet-hásléttunnar í suðurhluta Gansu-héraðs í Kína. Xu Xianying leiddi teymið og framkvæmdi alhliða vísindarannsóknir í meira en 40 daga og þróaði sandstýringartækni að koma í veg eyðimerkurmyndun á graslendi. Þessi tækni hefur aukið gróðurþekju á staðnum um meira en 30% og stuðlað að endurreisn staðbundins vistfræðilegs umhverfis.
Xu Xianying hefur barist gegn eyðimerkurmyndun í 40 ár og flutti rannsóknarstofu sína þangað á fremstu víglínuna. Hann hefur nú þróað 17 nýjar tæknivélar og framleidd 90 stykki til að berjast gegn eyðimerkurmyndun á meira en 13 þúsund hektara svæði. Hann hefur uppfyllt græna drauminn sinn skref fyrir skref með aðstoð vísinda.