Veist þú hvað AEO gagnkvæm viðurkenning er? AEO stendur fyrir „Authorised Economic Operator“ og hefur verið nefnt „viðurkenndir rekstraraðilar“ á íslensku. AEO er viðurkenning sem veitt er fyrirtækjum, sem gegna hlutverki í alþjóðlegu vörukeðjunni. Kerfið er fyrst og fremst ætlað að greiða fyrir milliríkjaviðskiptum og auka öryggi alþjóðlegu vörukeðjunnar.
Nýlega undirrituðu kínversk tollayfirvöld AEO-samkomulag við Ríkisskattstjóra í maí. Snorri Olsen var þá sjálfur staddur í Shenzhen við undirritun samningsins en Kína er stærstu viðskiptaland Íslands í Asíu og markar undirritun samningsins nýtt upphaf fyrir tollasamstarf milli Íslands og Kína.