Nýr farvegur til Vesturlanda færir fólki nýja lífsreynslu. Ávextir frá ASEAN-ríkjunum, grænmeti frá Suður-Kína, epli frá norðurhluta þess og ólífuolía frá Miðausturlöndunum og Evrópa hafa farið á milli þessara svæða í gegnum nýja land- og sjóleið sem endar í matvöruverslunum og veitingastöðum fyrir almenning.
Alþjóðlega farþegalestin China-Laos Railway hefur nú verið í gangi í meira en ár og hefur ferjað 830 þúsund farþega, þar af hafa 200 þúsund farþegar komið frá 87 löndum og svæðum. Nú á dögunum er hægt að ferðast með lest til Suðaustur-Asíu og Laos og er það stór hluti af ferðaþjónustu Yunnan-héraðsins.
Nýja leiðin var byggð af bæði Kína og ASEAN-ríkjunum en rekstrarmiðstöðin var staðsett í borginni Chongqing. Hún notast við flutningsleiðir eins og járnbrautir, sjófrakt og þjóðvegi og fer í gegnum ýmsar borgir, ýmis héruð og nær svo suður á bóginn til ýmissa heimshluta.