Kínverskt Tangguozi-sætabrauð á sér uppruna í Tang-keisaraveldinu (618-907). Kökurnar eru litlar en mjög ljúffengar, með ýmsum bragðtegundum og fyllingum, og eru vanalega bornar fram með heitu tei.
Í vinsæla ferðamannabænum Nianhuawan í Wuxi, þar sem byggingarnar voru allar byggðar í Tang-stíl og með áhrifum frá Song-keisaraveldinu (960-1279) er boðið upp á þessar kökur og fá ferðamenn fullkomna upplifun af bæði kínverskri menningu og fornri sögu.