Stærsta vindgeymsluverkefni í heimi byrjar í Tíbet
Luna Publikigita: 2024-08-30 11:41:03

Nýlega hófst verkefni um geymslu á vindorku í mikilli hæð í Nagqu í Tíbet. Verkefnið ber heitið Jicuo 100MW og eru vindmyllurnar byggðar í 4850 til 5127 metra hæð yfir sjávarmáli, með 5000 metra meðalhæð. 

Áætlað er að þær 18 vindmyllur muni hafa afkastagetu upp á 5,6 megavött og verður heildarafkastageta meiri en 100 megavött. Orkugeymslukerfið getur gefið frá sér 80 þúsund kWst af rafmagni samfleytt í fjórar klukkustundir.

Undanfarin ár hefur uppbygging á hreinni orku í Kína fært sig í háar hæðir og hafa stjórnvöld flýtt fyrir uppbyggingu þessara stöðva. Áætlað er að vindorku- og orkugeymslukerfið Jicuo 100MW verði tekið í notkun í lok árs 2025.

Our Privacy Statement & Cookie Policy

By continuing to browse our site you agree to our use of cookies, revised Privacy Policy.You can change your cookie settings through your browser.
I agree