Mount Fanjing National Nature Reserve í Guizhou-héraði í suðvesturhluta Kína hefur nú verið opinberlega skráð á lista yfir vernduð og friðlýst svæði af Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN.
Græni listinn er hluti af starfsemi IUCN sem stofnaði hann til að stuðla að verndun líffræðilegs fjölbreytileika og byggir hann á vernduðum og friðlýstum svæðum. Hann þjónar sem alþjóðlegur staðall til að mæla stjórnunarstöðu slíkra svæða.
Hér á Fanjing-fjalli getur þú fundið afskekkt og óspillt landslag. Skógar þekja rúmlega 95% af öllum fjallgarðinum en þar má finna meira en 4.000 plöntutegundir og yfir 2.700 tegundir dýra.